top of page
  • Hvaða myndaupplausn er í boði?
    Allar myndir eru í fullum prentgæðum fyrir bækur, dagblöð og tímarit og flestar eru fáanlegar í enn stærri útgáfu, jafnvel í yfir 100 Mb upplausn sem prenta má á margra metra veggfleti. Myndirnar njóta sín líka í smærri upplausn á netinu, í bæklingum, ársskýrslum eða til dæmis sem kaflaskil í glærukynningum.
  • Get ég hlaðið niður prufueintaki?
    Já, til þess þarftu sérstakan kóða sem er sérsniðinn fyrir hvern og einn viðskiptavin. Kóðann notarðu í innkaupakörfunni og þá getur þú hlaðið niður hvaða mynd sem er í lægri upplausn. Það er af öryggisástæðum sem aðgerðin er ekki sjálfgefið í boði. Hafðu samband og sjáum hvort það er ekki hægt að gera eitthvað sniðugt!
  • Hvernig virka "Tengdar myndir"?
    Já það er nú það. Þetta er sjálfvirk greind sem mælir með áþekkum myndum byggt á m.a. landfræðilegri staðsetningu þeirra og hvert viðfangsefnið er (snjór, vegur, fjall, litasamsetning o.m.fl.). Þannig geta til dæmis myndast sjálfvirk vensl milli norðurljósamynda frá ólíkum stöðum landsins.
  • Hvað þýðir "Rafrænt uppseld"?
    Um er að ræða einkaleyfi til birtingar sem fyrirtæki kjósa stundum. Það merkir að myndin er uppseld til birtingar á netinu. Leyfið gildir að jafnaði í tvö ár og er svo framlengt ef vill. Á meðan er myndin aðeins til kaups fyrir prentun (og römmun ef vill).
  • Ég finn ekki aaalveg myndina sem ég er að leita að, hvað geri ég þá?
    Vá, þetta er uppáhalds spurningin mín! Málið er að gagnagrunnurinn hefur innbyggða greind sem tekur sjálfkrafa tillit til efnisatriða mynda, s.s. ríkjandi lita, árstíðar, hvort sól skín, hvort fólk er á myndum og þess háttar. Þannig er einfalt að útbúa sérsniðinn lista yfir til dæmis hraunmola í tiltekinni litapallettu eða landslag í ákveðnu veðri. Hafðu samband fyrir séróskir og þú færð vefslóð með leitarniðurstöðum. Það er nefnilega mun meira til á lager :)
  • Mig vantar allsherjar lausn, helst tilbúinn pakka af myndum úr tilteknu héraði. Hjálp!
    Fullkomið! Þetta er einmitt ástæðan fyrir landshlutaflokkuninni, því að heimahagar heilla. Hafðu samband fyrir allar slíkar pælingar, hvort heldur fyrir biðsali eða einfaldlega sem stofustáss og þú færð tillögur í tölvupósti. Oft er þetta besta lausnin jafnt fyrir rekstraraðila fasteigna eða stéttar- og starfsmannafélög sem reka orlofsíbúðir og bústaði hvar á landinu sem er. Það er einmitt landshlutaflokkunin sem gerir Myndbankann svo ákjósanlega lausn fyrir: Starfsmannafélög með íbúðir og bústaði Stéttarfélög með íbúðir og bústaði Rekstrarfélög orlofsíbúða Hótel Gistihús og gistiheimili Airbnb Sumarbústaðaeigendur Skrifstofur Biðsali hvers konar, s.s. læknastofur
  • Ég hef bara ekki tíma til að velja myndir fyrir reksturinn minn, aðstoð takk?
    Ég skil þig. Hér er nefnilega allt milli himins og jarðar. Bókstaflega :) Fáðu ráðgjöf við að finna stórar veggmyndir sem henta fyrir til dæmis hótel og gistiheimili til að skreyta gistiherbergi og sali eða smærri myndir sem henta betur á minni fleti svosem fyrir vefsíður og matseðla. Þú færð til baka hlekk í tölvupósti sem inniheldur forvalið myndefni svo að valkvíði verður í algjöru lágmarki. Fun-fact, þetta virkar líka fyrir allan almennan skrifstofurekstur. ps – Þú sparar líka tíma með því að stofna aðgang að Myndabankanum, þá geturðu merkt myndir til nánari skoðunar síðar, vistað körfur og klárað þær síðar og svo framvegis. Innskráningar eru líka mögulegar með Facebook og Google aðgangi.
  • Hvað með svarthvítar seríur og þess háttar – er eitthvað þannig í boði?
    Aha, leyfðu mér að giska. Ertu að leita að vandaðri myndaseríu fyrir skrifstofuna þar sem allar myndirnar eru í einu ákveðnu litaþema? Allar svart-hvítar með smá dökkbláum tóni? Þá ertu á réttum stað. Hafðu samband fyrir slíkar pælingar. Nóg er til. Líka fyrir biðsali og einfaldlega sem stofustáss.
  • Hvaða greiðslumöguleikar eru í boði?
    Þú velur milli þess að greiða kröfu eða millifæra. Svo færðu bæði PDF reikning í tölvuósti og rafrænan reikning beint í bókhaldskerfið.
  • Hvernig virkar prentunin? Hvað geri ég?
    Sko, byrjum á byrjuninni. Myndabankinn selur aðeins myndina sjálfa, þ.e.a.s. stafræna eintakið, ekki prentun eða römmun. Aftur á móti færðu aðstoð við það allt saman þegar þú verslar við Myndabankann. Uppáhalds prentþjónustan mín er Pixel í Ármúla 1 í Reykjavík, þar er listafólk í prentun og innrömmun. Ef vill, verður myndin send fyrir þig og þú sækir einfaldlega verkið til Pixel og greiðir restina þar. Annars ræður þú auðvitað hvort og þá hvert þú sendir myndina til prentunar. Að sjálfsögðu máttu velja prentun annars staðar. Ef svo, þá seturðu myndina (eina eða fleiri) í körfuna og tiltekur óskir um prentun og frágang. Að lokinni greiðslu færðu tölvupóst og við verðum í sambandi með útfærsluna.
  • Af hverju að stofna aðgang?
    Þú sparar tíma með því að stofna aðgang að Myndabankanum, þá geturðu merkt myndir til nánari skoðunar síðar, vistað körfur og klárað þær síðar, skoðað fyrri viðskiptasögu og svo framvegis. Innskráningar eru líka mögulegar með Google og Facebook aðgangi. Like á það :)
bottom of page