top of page

Myndir fyrir bækur, vefsíður og margt fleira

Myndabankinn er ætlaður auglýsinga-

stofum, markaðsdeildum og öðrum sem annast gerð markaðs- og kynningarefnis fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Myndefnið er einkum íslensk náttúra en einnig er að finna stemmningsmyndir af fleira tagi.

Myndirnar njóta sín á netinu, í bæklingum, ársskýrslum eða til dæmis sem kaflaskil í glærukynningum. Þær eru í fullum prentgæðum fyrir bækur, dagblöð og tímarit og flestar eru fáanlegar í enn stærri útgáfu, jafnvel í yfir 100 Mb upplausn sem prenta má á margra metra veggfleti.

Hér er öllum landshlutum gerð skil í aðgreindum flokkum. Einmitt þess vegna hentar myndabankinn vel fyrir t.d. hótel og gistiheimili til að skreyta gistiherbergi, sali, vefsíður og matseðla með myndum úr héraði. Hér finna líka stéttar- og starfsmannafélög flottar myndir til að nýta í orlofsíbúðum og bústöðum hvar á landinu sem er.

Ertu kannski að leita að vandaðri myndaseríu fyrir skrifstofuna þar sem allar myndirnar eru í einu ákveðnu litaþema? Allar svart-hvítar með smá dökkbláum tóni? Þá ertu á réttum stað. Hafðu samband fyrir slíkar pælingar. Nóg er til. Líka fyrir biðsali og einfaldlega sem stofustáss.

Með því að stofna aðgang má vista inn-kaupakörfu til síðari nota og skoða fyrri viðskiptasögu. Innskráningar eru líka mögulegar með Facebook og Google aðgangi.

Einnig er boðið upp á prentun og innrömmun í samstarfi við Pixel prentþjónustu í Ármúla 1. 

- Og auðvitað máttu velja prentun annars staðar. Ef svo, þá seturðu myndir í körfuna og tiltekur óskir um prentun og frágang. Að lokinni greiðslu færðu tölvupóst og við verðum í sambandi með útfærsluna.

 Með betri helmingnum 

 á Kverkjökli, sumarið 2018 

... og smá um sjálfan mig

Ég er sjálfmenntaður í ljósmyndun og hef frá árinu 2012 helgað mig aðallega landslagsefni, samhliða áhugamálum á sviði útivistar, fjallamennsku, fjallaskíðunar og þess háttar.
 

Núorðið er ég eingöngu með Olympus OMD EM5 MIII sem hentar vel til fjalla- og jöklabrölts vegna smæðar sinnar og veðurþols. Linsurnar eru þrjár, 45mm f/1.8, 20mm f/1.7 og 12-100mm f/4. Iðulega er lítill útivistardróni í bakpokanum, DJI Mavic Air eða DJI Mini 2.

Síðast en ekki síst hef ég verið einstaklega lánsamur með myndbirtingar í tímaritum, dagblöðum, bæklingum og á vefsíðum fyrirtækja.

Endurkastið í viðbrögðum áhorfenda hefur hvatt mig áfram, auk þess sem ég hlýt að eiga þolinmóðustu fjölskyldu í heimi. Af því öllu leiðir þessi fíni myndabanki.

Með góðri kveðju,

- Hermann Þór Snorrason

bottom of page