top of page

DJI_0390

25.000krPrice

Núpsstaður, torfkirkja, þoka

 

- Við Lómagnúp er eitt fallegasta bæjarstæði landsins, Núpsstaður. Þar hefur Núpsstaðarættin haft samfellda búsetu í 8 ættliði frá 1720, allt fram á þessa öld að síðasti ábúandi brá búi. Hér eru heillegir burstabæir og meira að segja "gata" meðfram þeim og milli þeirra. Hápunkturinn í húsaþyrpingunni er einstaklega falleg torfkirkja sem er vel við haldið. Hún er ein örfárra torfkirkja sem enn standa hérlendis - og er að stofninum byggð úr annarri kirkju á sama bletti frá árinu 1650. Hún er notuð enn í dag, m.a. til giftinga. Hér er fjölbreyttur gróður og gríðarmikil náttúrufegurð, m.a.s. í rigningu og þoku eins og hér í þessari dulúðugu og stórskemmtilegu seríu.

Á svipuðum nótum

    bottom of page